SmartCard
Fara í verslun

Notkunarskilmálar

Síðast uppfært: 26.1.2026

Þessir notkunarskilmálar („skilmálar“) kveða á um réttindi og skyldur sem gilda þegar þú notar SmartCard™ hugbúnaðarlaun, sem rekinn er af Moonlight Projects ehf. („SmartCard“, „við“, „okkur“ eða „okkar“).

Með því að heimsækja vefsíður okkar, kaupa gjafakort, stofna notandaaðgang eða nýta aðra þjónustu sem SmartCard býður upp á, staðfestir þú að þú hafir lesið, skilið og samþykkt þessa skilmála. Ef þú samþykkir skilmálana ekki, skaltu ekki nota þessa hugbúnaðarlausn né aðrar tengdar þjónustur.

1. Um þjónustuna

SmartCard er stafrænn vettvangur fyrir gjafakort sem gerir söluaðilum kleift að gefa út, stjórna og dreifa gjafakortum sem tilbúin eru fyrir stafræn veski. Neytendur geta skoðað söluaðila, keypt gjafakort og sent þau rafrænt til viðtakenda. SmartCard er tækniveita, hvert gjafakort er gefið út af hlutaðeigandi söluaðila og einungis innleysanlegt hjá þeim söluaðila.

2. Skilgreiningar

  • Gjafakort: Stafrænn inneignarkort gefinn út af söluaðila í gegnum SmartCard.
  • Söluaðili: Fyrirtæki sem býður gjafakort í gegnum SmartCard tækniveitu.
  • Viðtakandi: Sá sem tilgreindur er til að taka við og nota gjafakort.
  • Veski: Studdar stafrænar veskjaþjónustur (t.d. Apple Wallet, Google Wallet) þar sem gjafakort má vista þegar það á við.

3. Hæfi og ábyrgð á aðgangi

  1. Þú verður að vera að minnsta kosti 18 ára og hafa fullt lögformlegt hæfi samkvæmt gildandi lögum til að stofna samning við SmartCard™.
  2. Þú ábyrgist að allar upplýsingar sem þú veitir við stofnun aðgangs, kaup á gjafakortum eða skráningu sem söluaðili séu réttar, heildstæðar og uppfærðar.
  3. Þú berð ein ábyrgð á að vernda aðgangsorð, auðkenningargögn og önnur trúnaðarmál sem tengjast notkun þinni á þjónustunni, auk allra aðgerða sem framkvæmdar eru í gegnum aðgang þinn.
  4. Þú skuldbindur þig til að tilkynna okkur tafarlaust um hvers kyns óheimila notkun, öryggisbrot eða grun um slíkt.

4. Kaup á gjafakortum

  1. Gjafakort má kaupa í netversuln www.smartcard.is, hjá söluaðilum sem nýta hugbúnaðarlausnina eða í öðrum sölurásum sem samþættar eru SmartCard-kerfinu.
  2. Verð, mynt, gildissvið, skattaákvörðun og tilboð eru alfarið ákveðin af hlutaðeigandi söluaðila á kaupstundu.
  3. Greiðsla skal fara fram að fullu áður en gjafakort er gefið út. SmartCard™ samþykkir þá greiðslumáta sem tilgreindir eru við greiðslu og getur nýtt þjónustu viðurkenndra þriðju aðila sem greiðslumiðlara.
  4. Staðfesting á kaupum og/eða tilkynning til viðtakanda er send rafrænt. Þú berð sjálfur ábyrgð á að skrá rétt netfang og/eða símanúmer viðtakanda áður en kaupin eru staðfest.

5. Afhending og stafrænt veski

  1. Gjafakort eru afhent rafrænt. Afhendingartími getur ráðist af greiðsluvinnslu, öryggis- og svikavörnum eða öðrum tæknilegum þáttum sem geta haft áhrif á útgáfuferlið.
  2. Sumar vörur eru hæfar fyrir stafræn veski. Hægt að bæta gjafakortum í veski þegar söluaðili hefur virkjað þá aðgerð og tækið styður hana.
  3. SmartCard ber ekki ábyrgð á þjónustu þriðja aðila, þar á meðal stafrænum veskjaþjónustum. Þegar slík þjónusta er notuð gilda skilmálar og persónuverndarstefna viðkomandi þjónustuveitanda.

6. Notkun gjafakorta

  1. Gjafakort má einungis innleysa hjá þeim söluaðila sem tilgreindur er á kortinu og ekki breyta í reiðufé nema lög krefjist þess.
  2. Hver söluaðili ákveður sjálfur skilmála innlausnar, þar á meðal hvaða vörur eða þjónustur má kaupa, hvort lágmarksupphæð gildi og hvort gjafakort sé hægt að nota á neti eða í verslun.
  3. Gjafakort geta verið með gildistíma eða þóknun vegna óvirkni þegar það er leyft samkvæmt lögum. Upplýsingar um slíkt eru sýndar við kaup og í staðfestingu.
  4. Kaupandi eða viðtakandi ber áhættu af tapi, þjófnaði eða óleyfilegri notkun gjafakorts. SmartCard er ekki skylt að endurútgefa eða endurgreiða nema lög eða samkomulag við söluaðila krefjist þess.

7. Vöruskil og endurgreiðslur

  1. Rafræn gjafakort teljast stafræn fjárhagsleg þjónusta og falla undir sérreglur samkvæmt íslenskum neytendalögum. Þar sem gjafakort eru afhent strax og oftast virkjuð á augabragði, eru þau almennt ekki endurgreiðanleg.
  2. Við endurgreiðum eða skiptum ekki út rafrænum gjafakortum nema eitt af eftirfarandi eigi við:
  • Tæknilegur galli hjá þjónustuveitanda sem kemur í veg fyrir afhendingu eða virkjun.
  • Röng upphæð eða vara vegna mistaka við afgreiðslu á okkar vegum.
  • Lögbundin endurgreiðsla sem leiðir af sérstökum neytendaréttarreglum.
  1. Gjafakort sem hafa þegar verið afhent, lesin, opnuð, virkjað eða notuð að hluta eru ekki endurgreidd.

  2. Ef kaupandi slær inn rangar netfangaupplýsingar, telst það ekki sem galli. Við getum þó endursent gjafakortið þegar rétt netfang hefur verið staðfest.

  3. Ef spurningar vakna eftir pöntun, vinsamlegast hafið samband við hello@smartcard.is og sendu:

  • Pöntunarnúmer

  • Netfang kaupanda

  • Upplýsingar um vandamálið

    Við svörum eins fljótt og auðið er.

8. Skyldur söluaðila

Söluaðilar samþykkja að:

  1. Innleysa gjafakort sem eru gild og ónotuð, í samræmi við þær reglur og skilmála sem kynntir eru við kaup.
  2. Tryggja að vörur og þjónusta séu tiltækar í samræmi við venjulegan rekstur, með hliðsjón af birgðastöðu, þjónustutíma og öðrum rekstrarþáttum.
  3. Fara að öllum gildandi lögum og reglum, þar á meðal lögum um neytendavernd, peningaþvætti og persónuvernd.
  4. Halda öllum upplýsingum sem skráðar eru í SmartCard-kerfið réttum og uppfærðum, þar með talið verðupplýsingum, vörulýsingum, myndum og tengiliðaupplýsingum.
  5. Tryggja öryggi aðgangs að stjórnborðum, API-lyklum og öðrum tengingum sem veita aðgang að SmartCard-kerfinu eða gögnum þess.

9. Óheimil notkun og háttsemi

Þú skuldbindur þig til að:

  1. Stunda ekki sviksamlega starfsemi, þar á meðal óheimila notkun greiðslumáta, rangar auðkenningar eða endursölu gjafakorta í trássi við reglur eða skilmála söluaðila.
  2. Trufla ekki eðlilega starfsemi SmartCard™ hugbúnaðarlausnarinnar, þar á meðal með sjálfvirkum fyrirspurnum, vélrænum aðgangi, gagnaskrapi, skriftum eða dreifingu skaðlegs hugbúnaðar.
  3. Nota ekki hugbúnaðarlausnina á hátt sem brýtur gegn gildandi lögum, reglugerðum, hugverkaréttindum, friðhelgi einkalífs eða mannorði annarra.
  4. Sniðganga ekki öryggisráðstafanir, stafræn réttindastýringarkerfi (DRM) eða aðrar tæknilegar takmarkanir sem settar eru til verndar kerfinu og notendum þess.

10. Aðgengi að hugbúnaði og þjónustuver

  1. SmartCard™ leitast við að tryggja stöðugan og öruggan rekstur hugbúnaðarlausnarinnar en tryggjum ekki að þjónustan verði alltaf óslitin eða villulaus.
  2. Skipulögð viðhaldsvinna, uppfærslur eða ófyrirséð tæknileg vandkvæði geta þó valdið tímabundnum niðritíma eða truflunum á þjónustu. Við munum, eftir því sem unnt er, tilkynna slíkt fyrirfram.
  3. Þjónustuver SmartCard™ er aðgengilegt í gegnum þá samskiptaleið sem tilgreind er á vefsíðu okkar. Svartími getur ráðist af eðli erindis, forgangi máls og samningsbundnu þjónustustigi.

11. Persónuvernd og gagnaöryggi

  1. SmartCard vinnur með persónuupplýsingar í samræmi við persónuverndarstefnu okkar.
  2. Við beitum viðeigandi tæknilegum og skipulagslegum öryggisráðstöfunum til að vernda persónuupplýsingar, færslugögn og upplýsingar sem tengjast stafrænni veskjanotkun gegn óheimilum aðgangi, misnotkun eða tapi.
  3. Hver söluaðili ber sjálfstæða ábyrgð á að uppfylla kröfur laga um persónuvernd og gagnavernd gagnvart sínum viðskiptavinum og þeirri vinnslu sem fer fram á hans vegum.

12. Hugverk og notkunarleyfi

  1. SmartCard á öll réttindi að hugbúnaði, vörumerkjum, hönnun, API-kerfum og leiðbeiningum sem tilheyra vettvanginum.
  2. Þú færð takmarkað, afturkallanlegt og óframseljanlegt leyfi til að nota vettvanginn í þeim tilgangi sem ætlað er.
  3. Söluaðilar veita SmartCard tímabundið leyfi til að nota vörumerki og efni eingöngu til að kynna gjafakort þeirra innan vettvangsins.

13. Fyrirvarar

  1. SmartCard™ hugbúnaðarlausnin er veitt „eins og hún er“ og „eftir því sem hún er tiltæk“ án nokkurra ábyrgða, hvort sem þær eru beinar eða óbeinar.
  2. SmartCard™ ábyrgist ekki að gjafakort, virkni þjónustunnar eða þjónusta söluaðila muni ávallt uppfylla væntingar notenda, að söluaðili haldi áfram starfsemi sinni eða að stafrænar veskiþjónustur verði ávallt tiltækar.
  3. SmartCard™ ber ekki ábyrgð á vörum, þjónustu, verði, afhendingu eða þjónustu við viðskiptavini sem tengjast söluaðilum né heldur á efni eða upplýsingum sem söluaðilar veita.

14. Takmörkun ábyrgðar

  1. Heildarábyrgð SmartCard™ vegna krafna sem spretta af eða tengjast notkun hugbúnaðarlausnarinnar, gjafakorta eða tengdrar þjónustu er takmörkuð við þá fjárhæð sem þú greiddir fyrir viðkomandi gjafakort eða þjónustu.
  2. SmartCard™ ber ekki ábyrgð á óbeinum, tilfallandi, sértækum, afleiddu eða refsiverðu tjóni, þar á meðal tapi á hagnaði, tekjum, gögnum, orðspori eða viðskiptatækifærum, jafnvel þótt slíkt tjón megi rekja til notkunar eða vanhæfni til notkunar þjónustunnar.
  3. Ofangreindar takmarkanir á ábyrgð gilda jafnvel þótt SmartCard™ hafi verið upplýst um möguleg tjón og án tillits til þeirrar lögfræðilegu málsástæðu sem krafa kann að byggjast á.

15. Ábyrgð notanda á tjóni

Þú samþykkir að bæta SmartCard™, tengdum félögum þess, stjórnendum, starfsmönnum og umboðsmönnum hvert það tjón, tap, kostnað eða kröfu — þar á meðal lögfræðikostnað — sem kann að hljótast af eða tengjast:

  • Brotum á þessum skilmálum.
  • Rangri eða ólögmætri notkun hugbúnaðarlausnarinnar eða gjafakorta, eða
  • Brotum á gildandi lögum eða réttindum þriðja aðila.

16. Breytingar á hugbúnaði og skilmálum

  1. Við getum uppfært hugbúnaðinn, þar með talið virkni, útlit, verð eða tengingar, án fyrirvara.
  2. Við áskiljum okkur rétt til að breyta þessum skilmálum til að endurspegla lagabreytingar, tæknilegar uppfærslur eða stefnumótun. Verulegar breytingar verða tilkynntar með tilkynningu í hugbúnaði eða tölvupósti.
  3. Notkun hugbúnaðar eftir gildistöku uppfærðra skilmála telst staðfesting á samþykki þeirra.

17. Lög og ágreiningur

  1. Þessir skilmálar lúta lögum Íslands að öllu leyti.
  2. Allur ágreiningur sem tengist þessum skilmálum, vettvanginum eða gjafakortum skal rekin fyrir dómstólum í íslenskri lögsögu.
  3. Aðilar skuldbinda sig til að reyna sáttameðferð í góðri trú áður en málið er lagt fyrir dómstóla. Hafðu samband við SmartCard á netfangið hér að neðan til að hefja slíka viðleitni.
  4. Ef ágreiningur kemur upp um túlkun eða framkvæmd skilmála þessa má reka dómsmál vegna ágreiningsins fyrir Héraðsdómi Suðurlands.

18. Tölvupóstsamskipti

  1. Við sendum kaupanda staðfestingar- og þjónustutengda tölvupósta, svo sem upplýsingar um kaup, afhendingu og þjónustu við gjafakort.
  2. Markaðs- og kynningarpóstar eru einungis sendir á grundvelli skýrs og ótvíræðs samþykkis notanda (opt-in). Notandi getur hvenær sem er afþakkað markaðssetningu með því að smella á afskráningartengil í tölvupóstum eða með því að hafa samband við þjónustuver.
  3. Samþykki fyrir markaðssetningu er ekki skilyrði fyrir kaup eða notkun þjónustunnar.

19. Samskiptaupplýsingar

Ef þú hefur spurningar um þessa skilmála eða þarft aðstoð skaltu hafa samband:

  • Netfang: hello@smartcard.is
  • Fyrirtæki: Moonlight Projects ehf. (SmartCard)
  • Kennitala: 591125-0600
  • Heimilisfang: Austurvegur 24-26, 800 Selfoss

Með því að kaupa eða innleysa gjafakort staðfestir þú að þú hafir lesið, skilið og samþykkt þessa Notkunarskilmála. Ef þú samþykkir þá fyrir hönd lögaðila fullyrðir þú að þú hafir heimild til þess.